Bæjarstjóri Bolungarvíkur fagnar ákvörðun Hafró

Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri í Bolungarvík fagnar ákvörðun Hafrannsóknarstofnunar í nýju áhættumati sem gerir ráð fyrir því að leyft verði 12 þúsund tonna fiskeldi í Ísafjarðardjúpi.

Í færslu á facebook síðu sinni segir hann meðal annars:

Þetta eru miklar fréttir fyrir samfélögin við Ísafjarðardjúp.
Fiskeldið fer af stað með þeirri uppbyggingu em því fylgir!

Á sama tíma er í gildi öflugt áhættumat til hliðsjónar með öflugu eftirliti sem tryggir öryggi villta laxins.

Vel gert allir. Nú er bara fulla ferð áfram!!

DEILA