Útbreiðslu kórónuveirunnar er talin hafa áhrif á eftirspurn eftir ferskum sjávarafurðum frá Íslandi.
Þannig hafa verslunarkeðjurnar Sainsburys og Tesco sem eru með þúsundir verslana í Bretlandi ákveðið að loka fisk- og kjötborðum sínum auk þess sem matsölustöðum innan verslananna verður líka lokað.
Þessar aðgerðir eru til þess fallnar að valda íslenskum útgerðaraðilum áhyggjum þar sem samdráttur verður í eftirspurn eftir ferskum afurðum frá Íslandi.
Því má búast við því að fiskverð á mörkuðum muni lækka verulega á næstu vikum og mun það meðal annars hafa mikil áhrif á útgerð minni báta sem selja eingönu á markaði.