Vestfjarðastofa auglýsir eftir verkefnisstjóra á Ströndum

Vestfjarðastofa, með stuðningi Byggðastofnunar, auglýsir eftir verkefnisstjóra á Ströndum. Verkefnisstjóri gegnir hlutverki leiðtoga verkefnisins

Brothættra byggða í Strandabyggð ásamt verkefnastjórn og starfar hann í umboði hennar að aðgerðum til eflingar byggðar og mannlífs í Strandabyggð.

Önnur verkefni verkefnisstjóra miða að því að laða fjárfestingar til Vestfjarða og fjölga þar störfum.

Um er að ræða 100% starf sem skiptist í 50% stöðu verkefnisstjóra Brothættra byggða og 50% önnur verkefni Vestfjarðastofu.

Hæfniskröfur:
Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun æskileg
Reynsla af ráðgjöf, fjárfestingum eða atvinnuþróun æskileg
Haldbær starfsreynsla og reynsla af verkefnastjórnun æskileg
Þekking, skilningur og reynsla af byggðamálum mikilvæg
Reynsla af rekstri kostur
Frumkvæði, jákvæðni, sköpunargleði, samstarfsfærni og sjálfstæð vinnubrögð eru mikilvægir eiginleikar

Helstu verkefni:
Fylgja eftir ákvörðunum verkefnastjórnar
Hafa frumkvæði að nýjum verkefnum í byggðunum
Upplýsingamiðlun og skýrslugerð til íbúa og samstarfsaðila
Íbúafundir og þátttaka í samfélagsverkefnum í sveitarfélaginu
Gerð viðskiptaáætlana og markaðsgreininga
Móta tækifæri til atvinnuskapandi fjárfestinga á Vestfjörðum

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Starfsstöð verkefnisstjóra verður á Hólmavík.

DEILA