Hafískort var teiknað eftir radarmælingum úr gervitungli (SAR) frá 15. og 16. mars 2020.
Með þessum gögnum mátti greina megnið af meginröndinni og mældist hún í um 70 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi.
Stakir jakar eða rastir geta verið handan meginlínunnar.
Útlit er fyrir norðaustan storm eða enn hvassara á Grænlandssundi nú í byrjun vikunnar og ísinn ætti því ekki að færast nær landi af völdum vinds. Lægir á miðvikudag.
Seinnipart vikunnar eru síðan horfur á suðlægum áttum, þar á meðal suðvestanátt með köflum og gæti ísinn þá færst nær landi.
Veðurspáin fram undan er norðaustanátt, víða 18-23 m/s og snjókoma, talsverð norðantil. Dregur úr vindi og úrkomu í kvöld og nótt. Norðan 8-13 og dálítil él á morgun. Frost 1 til 6 stig. Hægviðri, léttir til og herðir á frosti annað kvöld.