Litli leikklúbburinn að fara af stað

Fyrsta verkefnið sem leikklúbburinn ætlar að koma af stað núna í vor er vinnustofa. Í þessari opnu vinnustofu langar okkur að bjóða alla velkomna að koma og taka þátt í að búa til verk frá byrjun til enda.

Vinnustofan verður haldin 1x í viku á þriðjudögum kl 19:00 í Rögnvaldarsal í Edinborgarhúsinu.

Hugmyndin á bak við vinnustofuna er að hvetja alla skapandi listamenn hér á svæðinu til að koma og deila með okkur þeirra hugmyndum og hæfileikum.

Mars verður tileinkaður þróunar- og hugmyndavinnu.
Apríl fyrir undirbúning og æfingar
Svo maí til að klára verk og sýna.

-Hér eru allar hugmyndir velkomnar, ekki þarf aðeins að miðast við sýningar á sviði.

DEILA