Glæsileg sýning nemenda Menntaskólans

Söngleikurinn Mamma Mía með öllum vinsælu ABBA lögunum er viðfangsefni nemenda Menntaskólans á Ísafirði þetta árið.

Þar er á ferðinni mjög vel heppnuð og alveg hreint frábær fjölskylduskemmtun.

Sérstaka athygli vekur allur sá breiði hópur hæfileikaríkra nemenda sem þarna kemur fram.
Í heildina tekst menntskælingum að töfra fram heillandi sýningu sem lætur engan ósnortin.

Leikstjóri er Skúli Gautason og um hljóðstjórn sér Ásgeir Helgi Þrastarson.

Þá tekur hljómsveit Tónlistarskóla Ísafjarðar þátt í sýningunni.
Auðséð er á öllu að mikill metnaður hefur verið lagður í sýninguna og viðtökur sýningargesta hafa verið frábærar.

Næstu sýningar eru 5 og 6 mars kl. 20:00 og 7 mars kl. 16:00

DEILA