Á árlegri Sólrisuhátíð Menntaskólans á Ísafirði er það hefð að nemendur efni til leiksýningar.
Í ár er það söngleikurinn Mamma mía með öllum vinsælu ABBA lögunum sem verður sýndur í Edinborgarhúsinu.
Þetta er frábær söngleikur fyrir alla fjölskylduna og verður áhugavert að sjá hvernig til tekst en mikil vinna hefur farið í æfingar og annan undirbúning.
Frumsýningin er í kvöld og svo eru áformaðar sjö aðrar sýningar
Sýningar eru eftirfarandi:
Frumsýning – 28. febrúar kl. 20:00
2. sýning – 1. mars kl. 16:00
3. sýning – 1. mars kl. 20:00
4. sýning – 2. mars kl. 20:00
5. sýning – 3. mars kl. 20:00
6. sýning – 5. mars kl. 20:00
7. sýning – 6. mars kl. 20:00
8. sýning – 7. mars kl. 16:00
Miðasala er í síma 781-9774 og hefst 21. febrúar!
Verð fyrir 12 ára og eldri – 3500 kr
6-11 ára – 2500 kr
3-5 ára: 1500 kr
NMÍ – 3000 kr
Öryrkjar og eldriborgarar – 3000 kr
Frítt fyrir börn yngri en 3 ára!