Ráðherrar heimsækja Menntaskólann

Í gær miðvikudag komu þrír ráðherrar í heimsókn í Menntaskólann á Ísafirði, en það voru þau Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Mennta- og menningarmálaráðherra kynnti í aðgerðir í starfs- og tæknimenntamálum, en ráðherra telur það eitt af stærstu hagsmunamálum þjóðarinnar að efla verk- og tækninám í landinu.

Ráðherrarnir kynntu sér skólastarfið í MÍ og sérstaklega það fjölbreytta verknám sem fer fram innan veggja skólans auk þess að ræða við stjórnendur.

DEILA