Viðbrögð við kólnandi hagkerfi

Það er staðreynd að við erum að ganga inn í kóln­andi hag­kerfi eft­ir upp­sveifl­una und­an­far­in ár. Líkt og í þeim lægðum sem dunið hafa á okk­ur skipt­ir und­ir­bún­ing­ur­inn mestu máli. Ennþá er hægt að draga úr niður­sveifl­unni með rétt­um ákvörðunum. Rík­is­stjórn­in hef­ur nú þegar brugðist við með því að fjár­festa í innviðum og marg­vís­leg­um fram­kvæmd­um en það þarf meira að koma til. Auka þarf verðmæta­sköp­un í land­inu.

Byggj­um und­ir fisk­eldið

Fisk­eldið er ný at­vinnu­grein sem hef­ur verið að byggj­ast upp á und­an­förn­um ára­tug. Á síðasta ári var út­flutn­ings­verðmæti um 25 ma.kr. og hef­ur því tvö­fald­ast á milli ára. Talið er að ef fram­leiðslan fari í það magn sem burðaþols­geta þeirra svæða sem fisk­eld­inu er af­markað seg­ir til um verði út­flutn­ings­verðmætið nær 65 ma.kr. Þá væri einnig hægt að auka um­svif og verðmæti fisk­eld­is­ins með því að auka full­vinnslu afl­ans og fjölga þar með þeim störf­um sem snúa að þess­ari at­vinnu­grein, líkt og Fær­ey­ing­um hef­ur tek­ist. Fjár­fest­ing upp á tugi millj­arða ligg­ur í grein­inni og frek­ari fjár­fest­ing bíður eft­ir frek­ari leyf­um til rekstr­ar.

Upp­bygg­ing innviða

Það þarf líka að huga að upp­bygg­ingu sam­gangna í þeim byggðarlög­um sem byggja á fisk­eldi svo at­vinnu­grein­in geti eflst enn frek­ar. Sam­göngu­áætlun ger­ir ráð fyr­ir að grunnn­et sam­gangna á Vest­fjörðum verði fært til nú­tím­ans inn­an fimm ára en við eig­um ekki að stoppa þar, held­ur að huga enn frek­ar að viðhaldi og end­ur­gerð vega á milli þétt­býl­isstaða. Þannig tryggj­um við leiðslurn­ar sem veita aukið víta­mín í efna­hags­lífið.

Það þarf að styrkja stofn­an­ir sem sjá um eft­ir­lit og leyf­is­veit­ing­ar svo þær geti sinnt starfi sínu, þannig sjá­um við til þess að leik­regl­urn­ar bygg­ist alltaf á bestu fá­an­legu vís­ind­um og rann­sókn­um. Við yf­ir­vof­andi efna­hags­lægð verðum við að gefa fisk­eld­inu meiri gaum og þar með auk­um við inn­spýt­ingu í hag­kerfið.

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþm.

DEILA