Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki til nýsköpunar- og samfélagsverkefna á Þingeyri og við Dýrafjörð úr sjóði sem verkefnisstjórn veitir úr í umboði Byggðastofnunar vegna ársins 2020.
Heildarupphæð úthlutunar ársins 2020 eru 5 milljónir króna. Umsóknarfrestur er til og með 5. mars 2020. Umsókn sem hefur verið vistuð fyrir kl. 16.00 5. mars telst móttekin. Umsóknum skal skilað á tölvutæku formi á þar til gerðu eyðublaði sem finna má á vef Vestfjarðastofu.
Styrkhæf verkefni eru rannsóknar-, þróunar- og nýsköpunarverkefni þar sem markvisst er stefnt að markaðssetningu nýrrar eða endurbættrar vöru eða þjónustu. Einnig er heimilt að styrkja stofnfjárfestingu í hvers konar verkefnum að því gefnu að þau raski ekki samkeppni á viðkomandi þjónustusóknarsvæði. Enn fremur samfélagseflandi verkefni önnur en þau sem teljast til lögbundinna og/eða hefðbundinna verkefna ríkis eða sveitarfélaga.
Í verkefnisstjórn eru:
Aðalsteinn Óskarsson, Fjórðungssamband Vestfirðinga.
Arna Lára Jónsdóttir, Ísafjarðarbæ.
Erna Höskuldsdóttir, fulltrúi íbúa.
Eva Pandora Baldursdóttir, Byggðastofnun.
Kristján Þ. Halldórsson, Byggðastofnun
Lína Björg Tryggvadóttir, Vestfjarðarstofu.
Sigmundur F. Þórðarson, fulltrúi íbúa.
Lára Ósk Pétursdóttir, fulltrúi íbúa.
Umsækjendum er bent á að kynna sér úthlutunarreglur sjóðsins áður en hafist er handa við að fylla út umsókn.
Verkefnisstjóri er Agnes Arnardóttir.