Miðflokkurinn stærstur í Norðausturkjördæmi

Sigumdur davíð Gunnalugsson er formaður Miðflokksins og þingmaður í Norðausturkjördæmi.

Miðflokkurinn mælist stærstur í Norðausturkjördæmi í könnum MMR sem framkvæmd var dagana 3. – 13 . janúar 2020. Byggt er á  280 svörum í kjördæminu en alls  voru liðlega 2000 svarendur í heild. Vikmörkin eru 4,0 – 4,5%.

Tuttugu prósent eða fimmti hver svarandi velur engan af flokkunum heldur er óákveðinn, kýs ekki, skilar auðu eða  vill ekki svara.

Af þeim sem gefa upp afstöðu velja 19,9% Miðflokkinn. Framsóknarflokkurinn er næststærstur með 17%, þá Sjálfstæðisflokkurinn með 15,1%, Samfylkingin 14,5% og Vinstri grænir 14,7%.

D og V tapa en B bætir við sig

Miðflokkurinn myndi auka fylgi sitt eilítið en flokkurinn fekk 18,6% í alþingiskosningunum 2017. Sjálfstæðisflokkurinn myndi missa 5,2% fylgi en hann fékk 20,3% í alþingisflokkurinn og var með mest fylgi í kjördæminu. Framsóknarflokkurinn eykur fylgi sitt úr 14,3%. Vinstri grænir missa verulegt fylgi rétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn og fara úr 19,9% í 14,7%. Fylgi Samfylkingar, breytist lítið frá 2017.

Langt er svo í næstu flokka. Það eru Píratar með 5,8%, Flokkur fólksins með 5,2%, Viðreisn 3,3% og Sósíalistaflokkurinn 3,1%. Aðrir fá 1,9%. Litlar breytingar er á fylgi þessara flokka, annarra en Sósíalistaflokksins sem  bauð ekki fram 2017.

Fimm flokkar fá 9 kjördæmasæti

Í Norðausturkjördæmi eru 10 þingsæti og þar af 9 kjördæmasæti. Þau mynd skiptast milli flokkanna fimm þannig að Miðflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir fengju tvö þingsæti hver og Samfylkingin fengi eitt.

Síðasti kjördæmaþingmaður yrði 2. maður Vinstri grænna með 7,35% fylgi. Næstur til að ná 9. sætinu væri 2. maður Samfylkingarinnar með 7,25%  og svo 3. maður Miðflokksins með 6,3%.

Miðflokkurinn fengi 12,9% atkvæða á landsvísu samkvæmt könnuninni.

Engin leið er að setja fram spá um það hvaða flokkur fengi jöfnunarsætið.

 

DEILA