Í dag 20 janúar eru 100 ár síðan verslunarrekstur hófst í húsinu að Hafnargötu 81 í Bolungarvík.
Það var Sameinaða íslenska verslunarfélagið sem lét byggja húsið og hóf þar rekstur á þessum degi árið 1920.
Sameinaða eins og fyrirtækið var oftast kallað hafði yfirtekið rekstur Ásgeirsverslunar 1 desember 1918 og árið eftir var verslunarhúsið reist. Verslunarrekstri Sameinuðu lauk árið 1926 og þá eignaðist Halldór Kristinsson læknir húsið.
Árið 1935 eignaðist Bjarni Eiríksson húsið og rak þar verslun undir nafninu Verslun Bjarna Eiríkssonar sem venjulega er nefnd Bjarnabú og er sá rekstur enn til staðar og á þeim 85 árum sem liðin eru haf rekstraraðilarnir aðeins verið þrír. Bjarni Eiríksson rak verslunina allt þar til að hann lést árið 1958 og þá tók sonur hans Benedikt Bjarnason.
Síðustu 25 árin hefur Stefanía Birgisdóttir átt og rekið verslunina og séð til þess að hafa á boðstólum fjölbreytt vöruúrval.