Bolungavík: 585 tonn landað í janúar

Landað hefur verið 585 tonnum af bolfiski í Bolungavíkurhöfn, það sem af er janúarmánuði.

Langaflahæst er togarinn Sirrý ÍS með 329 tonn í fjórðum veiðiferðum. Tveir snurvoðarbátar hafa landað samtals 4 tonnum.

Fimm línubátar hafa landað samtals 252 tonnum. Aflahæst er Fríða Dagmar ÍS með 73 tonn, Jónína Brynja ÍS hefur veitt 70 tonn, Otur II ÍS 44 tonn, Einar Hálfdáns ÍS 42 tonn  og Guðmundur Einars ÍS 24 tonnum. Línubátarnir hafa farið í 8 – 10 róðra  hver frá áramótum.

DEILA