Lögregluvarðstjóra vantar á Ísafirði og Patreksfirði

Við embætti lögreglustjórans á Vestfjörðum eru lausar til umsóknar tvær stöður varðstjóra, önnur með starfsstöð á Ísafirði en hin á Patreksfirði.
Skipað verður í báðar stöðurnar frá 1. mars 2020 en umsóknarfrestur er til 13 janúar n.k.

Við stöðuveitinguna verður litið til hæfni umsækjanda, starfsaldurs, þekkingar, menntunar, starfsreynslu og kyns.

Góð staðarþekking og stjórnunarreynsla er kostur. Gert er ráð fyrir að viðkomandi hafi búsetu í næsta umhverfi starfsstöðvar. Færni í mannlegum samskiptum, skipulagshæfileikar, frumkvæði og nákvæmni í vinnubrögðum eru mikilvægir eiginleikar. Mikilvægt er að umsækjendur hafi þekkingu og reynslu til að sinna valdbeitingaþjálfun innan liðsins.

DEILA