Í dag verður austanátt á Vestfjörðum 3-8 m/s og skýjað með köflum. Í kvöld má búast við dálitlum éljum og verður hiti nálægt frostmarki að deginum. Vindátt snýr sér í norðvestan 8-13 m/s seint í nótt og þá léttir til, en hægari vindur eftir hádegi á morgun. Frost verður að 6 stigum. Á fimmtudag gengur í sunnan 15-23 m/s á landinu samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Þá verður snjókoma eða slydda í fyrstu, síðan talsverð rigning og hlánar. Vestlægari átt um kvöldið, skúrir eða él og kólnar aftur.
Hálka eða hálkublettir eru víða á Vestfjörðum. Mikið er autt á láglendi með Breiðafirðinum.