Í dag er alþjóðlega Downs-deginum fagnað hér á landi sem annarsstaðar og af því tilefni klæðist fólk um allan heim mislitum sokkum til að fagna og sýna samstöðu með fjölbreytileikanum. Sameinuðu þjóðirnar lýstu því formlega yfir árið 2011 að 21. mars væri alþjóðadagur Downs-heilkennis og með það að markmiði að auka vitund og minnka aðgreiningu. Dagsetningin 21.03. er táknræn að þar sem hún vísar til þess að Downs-heilkenni er orsakað af auka litning í litningi 21, að er þrjú eintök af litning 21.
Félag áhugafólks um Downs-heilkennið á Íslandi hvetur alla til að fagna fjölbreytileikanum í dag með mislitum sokkum og smella af því myndum sem deila má á Instagram með merkinu #downsfelag og #downsdagurinn. Félagið fagnar deginum með samkomu í veislusal Þróttar, þar sem glaðst verður saman yfir stórum og smáum sigrum, ásamt því að njóta góðrar skemmtunar þar sem til dæmis tónlistarmaðurinn Jón Jónsson kemur fram. Í veislunni verður stór skjár þar sem myndirnar birtar sem settar eru inn á Instagram.