Mikill verðmunur á jólabókum

Í verðkönnun ASÍ kemur fram að algengur verðmunur á jólabókum sé 1500-2500 krónur.

Í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ á jólabókum sem gerð var 10. desember var Bónus oftast með lægsta verðið, í 62 tilvikum af 77 á bókum en Penninn.is oftast með hæsta verðið eða í 52 tilvikum.

Í mörgum tilfellum var verð á bókum hjá Mál og Menningu og Heimkaupum einungis um 10 krónum lægra en verð á bókum hjá Pennanum sem eins og áður sagði var oftast með hæstu verðin. Oftast var 40-60% munur á hæsta og lægsta verði milli verslana og algengt var að 1.500- 2.500 kr. verðmunur væri á bókum og varð mestur á Síldarævintýrinu 5992 kr.

Penninn Eymundsson vísaði fulltrúa Verðlagseftirlitsins út úr verslun sinni í Austurstræti og neitaði þátttöku og virðist því ekki telja það þjóna hagsmunum sínum að neytendur séu upplýstir um verð í versluninni. Rétt er að vekja athygli á að verð var kannað á penninn.is sem er netverslun Pennans-Eymundssonar.

DEILA