Íslenskukennsla hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða

Vel hefur gengið með námskeið í íslensku fyrir útlendinga hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða á þessu ári sem senn er að líða.

Alls voru haldin 28 námskeið hjá miðstöðinni, flest á Ísafirði en einnig á Hólmavík og Drangsnesi, Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal, Bolungarvík, Þingeyri og Suðureyri auk nokkurra fjarkenndra námskeiða.

Fræðslumiðstöðin vill þakka nemendum fyrir góða ástundun og einnig fyrirtækjum á svæðinu fyrir að hvetja sitt fólk til þess að sækja námskeið. Íslenskunámskeiðin byrja aftur í janúar.

Vonandi verða Vestfirðingar sem eiga annað móðurmál en íslensku jafn duglegir að sækja nám á nýju ári því íslenskukunnátta er jú einn af mikilvægum þáttum þess að geta tekið virkan þátt í samfélaginu.

DEILA