Flateyri: jólaljósin tendruð á sunnudaginn

Á fullveldisdaginn 1. desember voru ljósin tendruð á jólatrénu á Flateyri  viðstöddu fjölmenni. Kór yngri barna í grunnskólnaum söng við athöfnina og leikskólabörnin komu á eftir og vildu auðvitað fá að vera með. Jólasveinarnir létu sjá sig og virtust vera jafnáttavilltir og í fyrra en tókst engu að síður að skemmta yngri kynslóðinni með leik og söng.

Páll Önundarson tók myndirnar.

DEILA