Margir gerður sér ferð á höfnina á Tálknafirði til þess að taka á móti og skoða Stórahorn, nýja fóðurpramma Arctic Fish sem kom þangað í gær. Stórahorn er sérstaklega smíðaður fyrir krefjandi aðstæður eldissvæðis Arctic Sea Farm við Hvannadal í Tálknafirði og kostaði um 350 milljónir króna.
Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri var ánægður með daginn þegar Bæjarins besta heyrði í honum. Hann sagði að liðlega 60 manns hefðu komið og skoðað prammann og þegið veitingar sem starfsfólk fyrirtækisins bauð upp á.