Guðmundur Páll Einarsson leikmaður 4. flokks Vestra, var í sumar valinn til að taka þátt í knattspyrnuskóla KSÍ. Þangað fóru reyndar fleiri leikmenn Vestra, bæði strákar og stelpur, eins og frá var sagt hér á vefnum.
í Hæfileikamótun hittast efnilegustu leikmenn landsins í æfingabúðum og leyfa þjálfurum yngstu landsliðanna að fá höfuðverk yfir því hvern þeir eiga nú að velja í næsta landsliðshóp.
Guðmundur Páll gerði síðan enn betur og komst í 39 manna hóp sem tekinn er í enn frekari æfingar undir stjórn þjálfara yngri landsliða.
Guðmundur Páll Einarsson er vel að þessu kominn, að sögn forráðamanna Vestra. þeir segja að hann æfi gríðarvel og hafi alla tíð gert og hefur hann vakið athygli fyrir knattleiknina.
Honum er óskað til hamingju með þetta!