Aðalfundur Snjáfjallaseturs 2019

Aðalfundur Snjáfjallaseturs 2019 var haldinn í Gamla kaffihúsinu í Drafnarfelli í Reykjavík laugardaginn 2. nóvember. Sumarið 2018 voru tónleikar í Dalbæ á Snæfjallaströnd á vegum Duo Islandica, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir söngkona og Francisco Javier Jauregui gítarleikari og voru með Kaldalónslögum og baskneskum og spænskum þjóðlögum. Ingibjörg Kjartansdóttir sá um kaffisölu. Framlag fékkst til tónleikanna frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða. Viðgerðir hófust á Dalbæ á vegum Höfða ehf á Hólmavík í byrjun júlí. Miðhúsið var klætt og þak þess og auk þess hlið stærra hússins.

Snjáfjallasetur sá um rekstur ferðaþjónustu í Dalbæ seinnihluta sumars

2019 í samstarfi við Sögumiðlun. Júlía Leví sá um ferðaþjónustuna.

Bergljót Aðalsteinsdóttir kom og var henni til aðstoðar hluta tímans.

Ferðaþjónustan gekk vel og var talsverð aðsókn. Rekstrarafgangur var lagður inn á reikning Félags um Dalbæ. Gönguleiðakort um Snæfjallahringinn var gert aðgengilegt vef Snjáfjallaseturs og mun það auka mjög öryggi fólks sem er á ferð um svæðið.

 

Snjáfjallasetur bauð upp á  dagskrá í Dalbæ á Snæfjallaströnd um verslunarmannahelgina 2019 á 100 ára ártíð Ásgeirs Ingvarssonar tónlistarmanns, myndlistarmanns og textahöfundar. Sönghópurinn Uppsigling undir stjórn Þorvaldar Arnar Árnasonar sá um tónlistarflutning. Jafnframt var sýning á myndverkum Ásgeirs. Einnig komu fram Heiðrún Kristín Guðvarðardóttir sópran, Engilbert Ingvarsson yngri, Jón Hallfreð Engilbertsson, Unnur Malín Sigurðardóttir og Rafnar og Framfari. Samstarf var við Steinshús sem var einnig með tónleika.

 

Stjórn Snjáfjallaseturs var endurkjörin. Ólafur J. Engilbertsson er formaður. Auk hans eru í stjórn Þórir H. Óskarsson, Ingibjörg Kjartansdóttir, Jófríður Hanna Sigfúsdóttir og Friðbjört E. Jensdóttir. Varamenn eru Jósep Rósinkarsson og Jón Norðkvist.

Skoðunarmenn reikninga voru einnig endurkjörnir: Edda María Hagalín og Þórhildur Þórisdóttir.

 

Rætt var um viðgerð á bryggjunni í Bæjum. Vilyrði hefur fengist frá Vegagerðinni og Neyðarlínunni um að fara í viðgerðir á næsta ári í samstarfi við Snjáfjallasetur, Átthagafélagið og Ísafjarðarbæ. Sótt hefur verið um til Ferðamálastofu vegna verksins og til viðgerða á Dalbæ. Lögð voru fram drög að fimm ára áætlun vegna Dalbæjar. Auk þess að ljúka klæðningu hússins að utan þarf að einangra, lagfæra innréttingar og klæða húsið að innan og ljúka raflögnum.

 

DEILA