Grunnmenntaskóli hefst 12. nóvember

Fræðslumiðstöð Vestfjarða býður upp á vinsælt nám í almennum bóklegum greinum í samstarfi við Menntaskólann, sem mun meta námið til framhaldsskólaeininga (fein).
Námið hentar vel þeim sem stefna á nám í iðn- eða tæknigreinum og vantar þessa bóklegu áfanga. Áfangarnir eru einnig metnir til eininga í Menntaskólanum á Ísafirði og Fisktækniskólanum.
Námið hefst 12 nóvember og er kennt á þriðjudögum og miðvikudögum kl. 17:30-21:30
Reyndir og góðir kennarar eins og Emil Emilsson íslenskukennari, Rana Campell enskukennari, Björgvin Bjarnason stærðfræðikennari og Rúnar Helgi Haraldsson sem kennir upplýsingatækni. Byrjum 12. nóvember 2019 og kennum í tveimur lotum til loka maí 2020.
Allar upplýsingar á frmst.is og í síma 4565025

DEILA