María Júlía

Á myndinni sem birtist hér með mun María Júlía vera í sinni síðust siglingu fyrir eigin vélarafli. Undanfarin ár hefur skipið legið bundið við bryggju á Ísafirði og má segja að það sé lítið augnayndi eins og útlit þess er nú. Skipið er í eigu Byggðasafns Vestfjarða og Byggðasafnsins á Hnjóti og hafa verið uppi áform um að koma skipinu í það horf að það sé sjófært og hafi hlutverki að gegna. Þrátt fyrir tilraunir í þá átt hefur gengið erfiðlega að finna peninga til þeirra endurbóta sem gera þarf á þessu sjötíu ára gamla skipi sem á sér viðburðaríka sögu að baki sem björgunarskip, varðskip og síðan fiskiskip. Hvort það tekst eða ekki skal ósagt látið en ekki getur skipið verið þar sem það er nú til eilífðarnóns.

DEILA