Staða slökkviliðsstjóra slökkviliðs Ísafjarðarbæjar var auglýst laus til umsóknar þann 3. október 2019 og var umsóknarfrestur til 21. október.
Umsækjendur voru fimm talsins og eru eftirtaldir:
- Einar Már Jóhannesson – stjórnandi þjálfunar og atvinnuslökkviliðsmaður
- Gunnar Björgvinsson – viðskiptafræðingur og atvinnuslökkviliðsmaður
- Hermann G Hermannsson – varaslökkviliðsstjóri
- Sigurður A Jónsson – öryggisfulltrúi og atvinnuslökkviliðsmaður
- Þorkell Lárus Þorkelsson – lögregluvarðstjóri og atvinnuslökkviliðsmaður
- Tinna Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar segir að verið sé að fara yfir umsóknir og svo verður boðað til viðtala innan skamms.