Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum þann 15. október sl. að auglýsa breytingar á aðalskipulagi hreppsins vegna uppsetningar á allt að 35 vindmyllum sem hver um sig er um 150 m á hæð. Það svæði sem um ræðir er um 3,3 ferkílómetrar að stærð og er í um 500 m hæð.
Nánari lýsing á þessum framkvæmdum liggur frammi til og með 8. nóvember, á skrifstofu Reykhólahrepps, Stjórnsýsluhúsinu við Maríutröð, Reykhólum, 380 Reykhólahreppi, og á heimasíðu sveitarfélagsins reykholar.is.
Með skipulags- og matslýsingu þessari er íbúum og öðrum hagsmunaaðilum gefinn kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir sem snúa að málefnum aðalskipulagsins.
Athugasemdum eða ábendingum skal skila til skrifstofu skipulagsfulltrúa, að Miðbraut 11, Búðardal, eða á netfangið skipulag@dalir.is fyrir 9. nóvember 2019.