Á fundi sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps í síðustu viku var tekið fyrir bréf dags 20.9.2019 um tré lífsins. Sambærilegt erindi var nýlega afgreitt á Ísafirði. Erindi bréfsins er að kanna áhuga sveitarstjórnar á Minningargörðum og afstöðu til þess að opna slíkan garð í sveitarfélaginu. Í minningargarða verður aska látinna einstaklinga gróðursett ásamt tré sem mun vaxa upp til minningar um hinn látna og vera merkt rafrænni minningarsíðu þess sem undir því hvílir. Sveitarstjórn samþykkir að hafna tillögu með 4 atkvæðum , 1 sat hjá.
Sambærilegt erindi var nýlega afgreitt á Ísafirði og ekki orðið við því.