Alla var 587 tonnum af fiski landað í Patrekshöfn í september og skiptist aflinn þannig á helstu veiðarfæri:
Dragnót 142,265 tonn
Grálúðunet 44,957 tonn
Handfæri 28,738 tonn
Lina 325,782 tonn
Mest var landaða f þorski 318 tonn, 59 tonn af ýsu og 50 tonn af löngu. Núpur BA var aflahæstur með 227 tonn í sjö veiðiferðum.
Afli á línu og handfæri hefur verið frekar tregur í september og gæftir voru erfiðar fyrir færabáta segir í samantekt frá höfninni. Smærri línubátar hafa ekki enn hafið róðra.
Skipakomur voru 13 í september, þar af 3 komur skemmtiferðaskipa.