Bæjarráð Vesturbyggðar hefur hækkað framlög vegna reksturs við Patrekshöfn um fjárhæð 1.500.000 vegna viðhalds á krana, dekkjunar við trébryggju ofl. Viðhald á Bíldudalshöfn var hækkað um 1.500.000 kr. vegna færslu á kalkgirðingu ofl. og kostnaður við Brjánslæknarhöfn hækkaði um 500.000 kr. vegna vinnu við landtenginu smábáta ofl. Viðaukanum er mætt með lækkun á handbæru fé þar sem tekjur af lestargjöldum og bryggjugjöldum vegna komu skemmtiferðaskipa hafa reynst hærri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2019. Viðaukinn hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu A og B hluta.