Bragi Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavík segirst ekki vita til þess að kalkþörungaverksmiðjan sjálf sé umhverfismatsskyld. Athygli hefur vakið að tvær opinberar stofnanir, Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun hafa látið þá skoðun í ljós í bréfaskrifum við Súðavíkurhrepp að verksmiðjan sjálf sé umhverfismatsskyld.
„Efnistakan/vinnslan af sjávarbotni er háð mati og nýtingarleyfi háð afstöðu viðeigandi stjórnvalds, Orkustofnunar. Verksmiðja fyrir vinnslu kalkþörungs fellur ekki undir upptalningu í viðauka við lög nr. 2000/106 um mat á umhverfisáhrifum með síðari breytingum.
Stærð fyrirhugaðrar landfyllingar er ekki matsskyld, undir hafnarsvæði og verksmiðju í Álftafirði, enda innan þeirra marka sem tekur til matsskyldu. Viðlegukantur/stálþil hafnarmannvirkis er matsskyldur eftir því sem ég best veit.“ segir í svörum sveitarstjórans við fyrirspurn Bæjarins besta.