Snerpa: ríflega 40 km af ljósleiðara lagðir í sumar

Snerpa á Ísafirði hefur lagt meira á þessu sumri af ljósleiðara en áður. Að sögn Björns Davíðssonar eru það liðlega 40 km sem komnir eru á þessu sumri bæði innanbæjar og í dreifbýli.

Lokið er plægingu í Dýrafirði alls 15,9 km frá Skeiði á Þingeyri að Sveinseyrarvatni og tengivinna farin af stað. Þá er líka lokið lagningu og tengingu í Tálknafirði. Næst er að leggja streng í Syðridal í Bolungavík frá Golfskálanum inn að Reiðhjallavirkjun. Björn segir að næst er að færa sig yfir lagningu strengs frá Hólsánni inn að Minni Hlíð og loks ef veður leyfir verður lagt að Ósbæjunum.

DEILA