Allt að gerast á Flateyri

Frá Flateyri. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Um helgina er margt að gerast á Flateyri. Fyndnasta kvikmyndahátíðin á Íslandi hófst í gær og stendur fram á sunnudag. Fyrir utan gamanmyndasýningar eru er dagskrá hliðarviðburða mjög fjölbreyttir, þar má til að mynda nefna yfirtöku Jómfrúnnar á Vagninum, kvöldvöku Tvíhöfða, Laxaveislu Arctic Fish Flugeldasýning, að ógleymdu fyrsta sveitaballi Á móti sól á Vagninum.

Hátíðin er nú haldin í fjórða sinn og heiðursgestur ársins í ár er Edda Björgvinsdóttir og verður hún heiðruð fyrir framlag sitt til gamanmyndagerðar á Flateyri, með sérstakri hátíðarsýningu á Stellu í Orlofi.
Steypustöðin mun bjóða börnum upp á 10 ára afmælissýningu á Algjör Sveppi og leitin að Villa, þar sem Sveppi sjálfur mun mæta og sprella með krökkunum á undan sýningunni. Fleiri atriði eru svo um helgina og má lesa um þau í dagskrá hátíðarinnar.

Um helgina er svo málþing um rekstur Lýðskóla á Íslandi þar sem menntamálaráðherrann Lilja Alfreðsdóttir tekur þátt ásamt fleirum.

Undanfarna daga hefur fjölgað á Flateyri því þangað streyma nemendur Lýðskólans til að vera viðstaddir setningu skólans á laugardag og til að hefja svo nám þar eftir helgina

DEILA