Bæjarins besta komið á vefinn

Glöggir lesendur hafa væntanlega tekið eftir að vefútgáfa Bæjarins besta er nú farin að birtast á vefnum enda höfðu margir lesendur gert athugasemdir við að ekki væri hægt að nálgast blaðið á vefnum. Nýjasta blaðið birtist alltaf ofarlega hægra megin á síðunni og neðst á síðunni er lengri listi. Unnið er að því að setja inn eldri árganga.

Flestir virðast nú vera orðnir sáttir við nýja síðu en þessu verkefni er aldrei lokið.  Við munum breyta og bæta og njóta þess að nýtt kerfi skuli gera okkur kleift að bregðast við óskum lesenda.

bryndis@bb.is

DEILA