Helgi Pálsson, Bolungavík varð um helgina Íslandsmeistari í klassískum kraftlyftingum í -120 kg flokki, en mótið var haldið í Garðabæ.
Helgi lyfti 215 kg í hnébeygju og bætti árangur sinn um 10 kg. Hann lyfti 167,5 kg í bekkpressunni og 240 kg í réttstöðulyftunni og bætti árangur sinn í 10 kg í þeirri grein.
Helgi segir að bekkpressan hefði mátt ganga betur en að bæta sig í tveimur af þremur greinum væri bara nokkuð gott. Í heild bætti Helgi árangur sinn um 17,5 kg og sagðist vera bara ánægður með það.