Hagyrðingar hafa að undanförnu skemmt sér við að yrkja upp gamlar og klassískar vísur. Þar hafa orðið til margar skemmtilegar útgáfur.
Indriði á Skjaldfönn sló í gegn með þessari um afrekskonuna Ömmu:
Amma mín fór á honum Rauð
er afi kvaddi sviðið,
að ýta þessum ógnarsauð
inn fyrir Gullna hliðið.