Kindur hrella ökumenn í skammdeginu

Lömbin sækja í að kúra í vegköntunum. Það getur orðið þeim að aldurtila.

Tíðin það sem af er vetri hefur verið sérlega góð á Vestfjörðum. Margir fagna að þurfa ekki að ösla skaflana eða glíma við ófærð á vegum, aðrir fagna minna. Þó enn sé snjólétt á vegum í fjórðungnum þá er ýmislegt sem ber að varast, til að mynda hefur mikil hálka verið þessa vikuna og einnig er enn eitthvað um að hinir seinþreyttu sumargestir á þjóðvegum landsins – íslenska sauðkindin, séu enn á vappi á og við vegi í umdæmi Lögreglunnar á Vestfjörðum. Segir á vef Lögreglunnar mikilvægt að bændur reyni allt sem hægt er til að tryggja að fé sé ekki við þjóðvegina, ekki síst í ljósi þess að erfitt er fyrir ökumenn að sjá kindur í myrkrinu í skammdeginu sem nú ríkir og eru ökumenn jafnframt hvattir til að vera á verði gagnvart þessu.

annska@bb.is

DEILA