Laugardaginn 21. september nk. verður Lýðskólinn á Flateyri settur í annað sinn í samkomuhúsi Flateyringa. Að þessu sinni bárust tæplega 60 umsóknir um skólann og munu um 30 nemendur hefja nám þetta haustið.
Í tengslum við skólasetninguna verður haldið málþing um lýðskóla á Íslandi og hefst það kl 13:00
Málþingið fer fram í húsnæði Lýðskólans á Flateyri. Þar munu þau Ingibjörg Guðmundsdóttir skólastjóri Lýðskólans, Sif Vígþórsdóttir stjórnarformaður LUNGA á Seyðisfirði, Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri UMFÍ og Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri á Ísafirði flytja stutt ávörp og síðan mun Lilja D. Alfreðsdóttir mennta-og menningarmálaráðherra kynna stefnu stjórnvalda í málefnum Lýðskóla. Stjórnandi málþingsins verður Runólfur Ágústsson formaður stjórnar Lýðskólans.
Lýðskólinn verður síðan settur kl 15:30 þar sem Dagný Arnalds verður kynnir, Lilja Alfreðsdóttir mennta-og menningarmálaráðherra flytur ræðu Runólfur Ágústsson, formaður stjórnar Lýðskólans flytur ávarp og Ingibjörg Guðmundsdóttir skólastjóri setur skólann og tónlistaratriði verða frá Tónlistarskóla Ísafjarðar.