Vestfjarðastofa vinnur nú að gerð Sóknaráætlunar fyrir Vestfirði til 5 ára. Einn hluti þess snýr að menningarmálum, þar sem leitast er við að svara spurningum eins og:
Hvert á menningarlífið á Vestfjörðum að stefna?
Fyrir hverja er menningin?
Er menningin upp á punt eða er hún hluti af mannlífinu?
Þegar hafa verið haldnir fundir á Hólmavík og Patreksfirði og í kvöld verður fundur kl 20:00 hjá Vestfjarðastofu að Suðurgötu 12 á Ísafirði þar sem þessi mál verða til umræðu og eru allir þeir sem láta sig menningarmál varða hvattir til að koma.