Vestri vann 5:0 og nálgast fyrstu deildina

Samúel Samúelsson og Bjarni Jóhannsson.

Vestri vann mikilvægar sigur í gær á liði KFG á Torfnesvelli. Sigurinn varð sá stærsti á leiktíðinni og skoruðu Vestramenn fimm mörk en Garðbæingar ekkert.

Strax í upphafi gerði Zoran Plazonic fyrsta markið. Pétur Bjarnason bætti öðru við á 28. mínútu og Vestri leiddi 2:0 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks kom þriðja markið. Það gerði Isaac Freitas Da Silva. Viktor Júlíusson skoraði fjórða markið á 72. mínútu og fimmta markið kom í kjölfarið frá Aaron Robert Spear.

Garðbæingarnir eru fallnir úr 2. deildinni en Vestri heldur efsta sætinu með 42 stig. Leiknir Fáskrúðsfirði er í öðru sæti með 40 stig og Selfoss er í þriðja sæti með 38 stig. Víðir frá Garði er í fjórða sæti með 33 stig. Önnur lið eru úr leik í baráttunni um tvö efstu sætin sem gefa þátttökurétt í fyrstu deild á næsta ári.

Bjarni Jóhannsson, þjálfari vestra var að vonum ánægður með úrslit leiksins. „Þetta var kraftmikill leikur af okkar hálfu og við áttum að gera fleiri mörk. Vestri var með mikla yfirburði í leiknum.“ Bjarni sagði einnig að stuðningur áhorenda hefði skipt miklu máli, „það voru margir á vellinum og góður stuðningur.“

Aðeins tvær umferðir eru eftir af mótinu og er staða Vestra vænleg.  Liðinu nægir að vinna annan leikinn til þess að gulltryggja sætið í fyrstu deildinni. Næst verður erfiður leikur á útivelli. Þá mætir Vestri liði Leiknis Fáskrúðsfirði og í síðasta leiknum fær Vestri botnliðið Tindastól í heimsókn.

Vestra hefur gengið mjög vel í síðari hluta mótsins. hefur það unnið 6 leiki í röð og 8 af 10 leikjum, báðum á útivelli.

DEILA