Veðurstofa Íslands spáir norðaustan 8-15 m/s og éljum á Vestfjörðum í dag, en hægri austanátt og bjartviðri á morgun. Frost í dag verður að 5 stigum, en á morgun kólnar heldur og verður frost þá á bilinu 3 til 8 stig. Á laugardag er spáð austlægri átt á landinu, víða 8-15 m/s og snjókoma eða él, en suðvestan 5-10 syðst. Áfram verður kalt í veðri og frost á bilinu 1 til 6 stig, en frostlaust við suðurströndina.
Éljagangur er á Vestfjörðum og snjóþekja eða hálka á flestum vegum, sumstaðar er skafrenningur, einkum á fjallvegum.