Umhverfisgöngur í Vesturbyggð

Ákveðið hefur verið að efna til umhverfisgöngu í þéttbýliskjörnum Vesturbyggðar.

Tilgangur umhverfisgöngu er að efna til samtals við íbúa um sitt nánasta umhverfi.
Hvað má betur fara í framkvæmdum, frágangi og umhirðu í þorpunum.

Fyrirhugað er að hafa tvær göngur í hvoru þorpi og að hver ganga sé ekki lengri en um 2 klst.
• Bíldudal 23. og 25. september kl. 17:00
• Patreksfirði 24. og 26. september kl. 17:00
Bæjarfulltrúar, bæjarstjóri og sviðsstjórar stefna á að mæta.
Íbúar Vesturbyggðar sem vilja láta málefni umhverfis- og skipulagsmála varða, eru eindregið hvattir til að mæta í umhverfisgöngur.

DEILA