Hraðhleðslustöð fyrir rafbíla í Bjarkarlundi

Nýlega setti Orkubú Vestfjarða upp í Bjarkarlundi hraðhleðslustöð fyrir rafbíla. Stöðin er sú fjórða hjá Orkubúinu, hinar eru á Hólmavík, Patreksfirði og í Reykjanesi. Þá áformar Orkubúið að setja upp stöð í Flókalundi.
Orkubú Vestfjarða hefur gert samning við Ísorku varðandi aðgangsstýringu, vöktun og aðstoð við notendur. Ísorka miðlar upplýsingum um hleðslustöðvar og tekur við greiðslum vegna orkukaupa.

DEILA