Hreppsnefnd Súðavíkurhrepps leggst gegn þvingaðri sameiningu sveitarfélaga sem ekki ná
lágmarksfjöldaviðmiðum samkvæmt þeirri þingsályktunartillögu sem liggur til umsagnar í
samráðsgátt. Súðavíkurhreppur leggur til að frekari samvinna verði við þau önnur 38
sveitarfélög sem þingsályktun varðar.
Þetta var niðurstaða hrepspnefndar á fundi sínum á föstudaginn var.
Leigusamningum sagt upp
hreppsnefndin samþykkti einnig á fundi sínum að fela sveitarstjóra að endurskoða alla leigu húsnæðis á vegum Súðavíkurhrepps. Var honum falið að segja upp öllum leigusamningum til endurskoðunar samninga og bjóða leigjendum á nýjum kjörum.