Grænkerar skrifa bréf

Tófúpressir jólasveinn

Samtök grænkera sem segja að „Veganismi er lífsháttur þar sem leitast er við að útiloka og forðast — eftir fremsta megni — hagnýtingu og ofbeldi gagnvart dýrum, hvort sem það á við um fæðu, fatnað, skemmtun eða aðra neyslu“, hafa sent sveitarfélögum á Íslandi bréf þar sem þeir telja meðal annar mikilvægt að taka upp grænkera fæði í skólum landsins. Það sé umhverfislega mikilvægt, ódýrara, auðveldi störf matráða og komi í veg fyrir hamfarahlýnun.
Bæjarráð Ísafjarðar tók erindi þetta fyrir á fundi sínum þann 26. ágúst og samþykkti eftirfarandi bókun:
„Bæjarráð fagnar öllum ábendingum sem leiða til betri umgengni um náttúruna sem sporna við hamfarahlýnun jarðar. Sveitarfélög á Vestfjörðum eru í fararbroddi við uppbyggingu á matvælaframleiðslu sem hefur lágt kolefnisfótspor, eru umhverfisvottuð sveitarfélög og hafa sameiginlega stefnu að nýta matvæli úr héraði og telja mikilvægt að halda áfram á þeirri braut. Í samstarfi við matráða stofnana mun sveitarfélagið alltaf auka hlut fæðis úr nærumhverfinu sem hefur lægra kolefnisfótspor.“

DEILA