Hljómsveitin Gaukshreiðrið spilar nýtt frumsamið efni í bland við þekkt jazzlög og íslensk þjóðlög. Þau halda tónleika í Edinborgahúsinu 29. ágúst kl. 20:00.
Hljómsveitina skipa
Sölvi Kolbeinsson – saxófónn
Mikael Máni Ásmundsson – gítar
Anna Gréta Sigurðardóttir – píanó
Birgir Steinn Theódórsson – bassi
Magnús Trygvason Elíassen – trommur
Þau kynntust í samspili í Tónlistarskóla FÍH árin 2012-2013 undir leiðsögn gítarleikarans Andrésar Þórs Gunnlaugssonar. Hópurinn varð fljótt virkur fyrir utan skólann og kom meðal annars fram á Jazzhátíð Reykjavíkur, Hammondhátíð Djúpavogs, Alþjóðadegi jazzins í Hörpu og á Nótunni – uppskeruhátíð tónlistarskólanna þar sem þau hlutu verðlaun fyrir frumsamið/frumlegt efni.
Gaukshreiðið í heild sinni hefur ekki komið fram í þónokkur ár en allir meðlimirnir eru áberandi í íslensku tónlistarsenunni og víða en nú búa þau í Boston, Berlín, Stokkhólmi og Reykjavík. Þau hlakka mikið til að koma aftur saman nú í sumar, deila reynslu síðustu ára og vinna að nýju prógrammi.