H.G. mótið í golfi var haldið um helgina. Það markar lok Sjávarútvegsmótaraðarinnar hjá Golfklúbbum Vestfjarða og er hápunktur golfsumarsins hjá Vestfirðingum. Keppt var í tvo daga, laugardag og sunnudag og spilaðar tvisvar sinnum 18 holur.
Úrslit urðu þau að í höggleik kvenna sigraði Sólveig Pálsdóttir GÍ á 172 höggum, Valdís Hrólfsdóttir GBO var í öðru sæti á 218 höggum og Svanhildur Ósk Garðarsdóttir GK á 220 höggum.
Í karlaflokki sigraði Anton Helgi Guðjónsson á 150 höggum, í öðru sæti var Einar Gunnlaugsson á 156 höggum og Runólfur Kristinn Pétursson á 160 höggum.
Í unglingaflokki sigraði Jón Gunnar Kanishka Shiransson GÍ á 170 höggum og Hjálmar Helgi Jakobsson GÍ var í öðru sæti á 181 höggi.
í punktakeppni kvenna með forgjöf sigraði Ásdís Birna Pálsdóttir með 66 punkta, María Níelsdóttir var í öðru sæti með 54 punkta og Kristín Hálfdánsdóttir í þriðja sæti með 48 punkta, allar í GÍ. Í punktakeppni karla með forgjöf sigraði Pétur Már Sigurðsson með 75 punkta, Karl Hjálmarsson var í öðru sæti með 73 punkta og Ásgeir Óli Kristjánsson í þriðja sæti með 72 punkta, allir í GÍ.
HG mótið er lokamót mótaraðarinnar og sigurvegarar þess eru:
Í kvennaflokki án forgjafar sigraði Sólveig Pálsdóttir GÍ á 7.700 punktum samtals. Björg Sæmundsdóttir GP var í öðru sæti með 5.678 punkta og Bjarney Guðmundsdóttir GÍ í þriðja sæti á 5.321 punkti. Með forgjöf sigraði Brynja Haraldsdóttir GP á 5.145 punktum, Ásdís Birna Pálsdóttir GÍ varð í öðru sæti á 5.118 punktum og Valdís Hrólfsdóttir GBO þriðja sæti á 4.915 punktum.
Í punktakeppni karla 55+ án forgjafar varð sigurvegari mótaraðarinnar Runólfur K. Pétursson GB á 7.700 punktum, Kristinn Þór Kristjánsson var í öðru sæti á 6.685 punktum og Vilhjálmur Mattísson í þriðja sæti á 4.628 punktum. Í karlaflokki 55+ með forgjöf sigraði Unnsteinn Sigurgeir Jónsson GB á 6.333 punktum, Páll Guðmundsson GB í öðru sæti á 5.523 punktum og Ólafur Ragnarsson GÍ í þriðja sæti á 5.108 punktum.
Í karlaflokki án forgjafar sigraði Einar Gunnlaugsson GÍ á 7.020 punktum, Baldur Ingi Jónasson GÍ í öðru sæti á 6.385 punktum og Karl Ingi Vilbergsson GÍ í þriðja sæti á 5.605 punktum. Í karlaflokki með forgjöf sigraði Ásgeir Óli Kristjánsson GÍ á 5.058 punktum, Neil Shiran Þórisson í öðru sæti með 4.915 punktum og Víðir Gauti Arnarson í þriðja sæti með 4.688 punkta.
Í unglingaflokki sigraði Jón Gunnar Kanishka Shiransson GÍ með 8.000 punkta.
Að mótslokum var slegið upp veislu í Golfskála Ísfirðinga til að fagna mótslokum og lokum mótaraðarinnar og sigurvegurum veitt verðlaun.
Hraðfrystihúsið Gunnvör er styrktaraðili mótsins sem haldið er af Golfklúbbi Ísafjarðar. Hraðfrystihúsið hf. var stofnað þann 19. janúar 1941 af nokkrum útgerðarmönnum í Hnífsdal og fleiri athafnamönnum í byggðarlaginu. Árið 1999 sameinaðist félagið Gunnvöru h/f á Ísafirði og var nafninu þá breytt í Hraðfrystihúsið Gunnvör. Fyrirtækið rekur fiskvinnslur í Hnífsdal og á Ísafirði og gerir út þrjá togara, Pál Pálsson, Júlíus Geirmundsson og Stefnir. Einnig gerir félagið út minni báta sem reknir voru í kringum fiskeldi sem var mikilvægur þáttur í rekstri félagsins, sem nú stefnir í laxeldi í Ísafjarðardjúpi.
Golfklúbbur Ísfjarðar heldur fimmtudagsmót öll sumur sem eru ætluð golfleikurum með forgjöf nokkuð yfir núllinu, og er hugsað til að aðlaga þá að meira krefjandi keppnum. Á fimmtudagsmótum er keppt í punktakeppni með forgjöf, níu holur, sem gefur golfleikurum með hærri forgjöf tækifæri til sigurs. Svona áður en þeir stinga sér í djúpu laugina og taka þátt í t.d. Sjávarútvegmótaröðinni.
Í tilefni afmælis stórskáldsins og íslenskumannsins Þórarins Eldjárns er rétt að ræða aðeins golfíþróttina og Íslensku. Við eigum mjög góð íslensk orð fyrir golfleik og engin ástæða til að beita Engilsaxnesku fyrir sig við leik. Við eigum falleg og þjál orð eins og skolli, skrambi, glompa, teigur og flöt. Helst að taki í þegar við tölum um ás (driver) en erfitt getur þótt að tala um að „ása“ (driva), þegar langt er slegið. Ritara er þetta hugleikið og hefur oftar en ekki dottið í þann leik með dóttur syni sínum að tala bara Íslensku þegar golf er leikið. Svona svolítið eins og að leika „frúin í Hamborg“ að forðast bannorðin. Ritari minnist þess í golfmóti um daginn (með fólki að sunnan) að þegar hann notaði ylhýru Íslenskuna þá urðu þeir undrandi og spurðu hvort þetta væri Vestfirska!
Það er rétt að ljúka þessum pistli með ljóði eftir stórskáldið:
Í djúpa laug að dýfa sér
dirfska lítlil þykir mér
í stærri háska stefna þaug
sem stinga sér í grunna laug.