Þrír bolvískir útgerðarmenn voru meðal tekjuhæstu manna á Vestfjörðum árið 2018, samkvæmt upplýsingum úr álagningaskrá ríkisskattstjóra. Allir hafa þeir selt kvóta á síðasta ári sem gefur þeim álitlegar fjármagnstekjur.
Guðmundur Einarsson skipstjóri og útgerðarmaður og bróðir hans Jón Þorgeir Einarsson endurskoðandi og útgerðarmaður seldu á síðasta ári hlut sinn í útgerðarfélaginu Blakknes ehf. Eignir félagsins voru taldar nema 1,4 milljörðum króna í fyrra. Tekjur Guðmundar voru 404 milljónir á árinu 2018, þar af voru 398 milljónir fjármagstekjur. Tekjur Jóns Þorgeirs voru 257 milljónir króna, þar af voru 237 milljónir vegna fjármagnstekna. Þriðji útgerðarmaðurinn í Bolungarvík, Ketill Elíasson, fékk 328,5 milljónir króna í fjármagnstekjur á síðasta ári og þar að auki 7 milljónir í aðrar tekjur. Þessir þrír útgerðarmenn ásamt Steindóri Sigurgeirssyni frá Patreksfirði voru langtekjuhæstir íbúa á Vestfjörðum árið 2018. Faðir Guðmundar og Jóns Þorgeirs, Einar Guðmundsson er jafnframt á lista yfir tekjuhæstu Vestfirðinga á síðasta ári , svo og Elías sonur Jóns Þorgeirs.
Tekjuhæstu einstaklingar á Vestfjörðum 2018:
- Steindór Sigurgeirsson, heildartekjur 1.222 milljónir, þar af fjármagnstekjur 1.219 millj.
- Guðmundur Einarsson, heildartekjur 404 milljónir, þar af fjármagnstekjur 398 millj.
- Ketill Elíasson, heildartekjur 335,7 milljónir, þar af fjármagnstekjur 328,6 millj.
- Jón Þorgeir Einarsson, heildartekjur 257 milljónir, þar af fjármagnstekjur 237 millj.
- Bjarni Jónsson, heildartekjur 82 milljónir, þar af fjármagnstekjur 71,5 millj.
- Albert Marzellíus Högnason, heildartekjur 77 millj., þar af fjármagnst. 59 millj.
- Flosi Kristjánsson, heildartekjur 73,7 milljónir, þar af fjármagnstekjur 70,5 millj.
- Kristján R. Kristjánsson, heildartekjur 69 milljónir, þar af fjármagnstekjur 57 millj.
- Einar Guðmundsson, heildartekjur 66,5 milljónir, þar af fjármagnstekjur 64,8 millj.
- Elías Jónsson, heildartekjur 59 milljónir, þar af fjármagnstekjur 47 millj.
- Sigurjón Eiðsson, heildartekjur 55,7 milljónir, þar af fjármagnstekjur 41 millj.
- Inga María Guðmundsdóttir, heildartekjur 54,7 milljónir, þar af fjármagnst. 48 millj.
- Hugi Jónsson, heildartekjur 47,2 milljónir, þar af fjármagnstekjur 35,7 millj.
- Jón Bessi Árnason, heildartekjur 42 milljónir, engar fjármagnstekjur.
- Einar Valur Kristjánsson, heildartekjur 40,7 milljónir, þar af fjármagnstekjur 9,5 millj.
- Elín Valgeirsdóttir, heildartekjur 30 milljónir, þar af fjármagnstekjur 28,9 milljónir
- Jón Anton Magnússon, heildartekjur 27,5 milljónir, þar af fjármagnstekjur 22,8 millj.
Upplýsingar fengnar af stundin.is