Gísli Súrsson 338 sýningar

Verðlaunaleikritið um Gísla Súrsson frumsýndi Elfar Logi Hannesson þann 18. febrúar 2005. Síðan þá hefur hann verið sýndur 338 sinnum. Eftir um hundrað sýningar taldi Elfar að nóg væri komið og tók hlé í eitt ár. En nú í dag eftir allar þessar sýningar segist hann hvergi nærri vera hættur og á allt eins von á því að sýna leikritið oft næstu árin. Leikritið er sýnt bæði á ensku og íslensku, allt eftir því hverjir áhorfendurnir eru. Elfar segir alltaf jafn ánægjulegt að sýna í skólum landsins og oftast fái hann að heyra eftir sýningarnar að krakkarnir skilji söguna mikið betur en þau hafi áður gert, en Gísla saga er lesin á unglingastigi í flestum grunnskólum landsins.

DEILA