Vesturverk mun í dag flytja tæki og beltagröfur í Ófeigsfjörð og hefja framkvæmdir við lagfæringar á veginum með sambærilegum hætti og gert hefur verið í Ingólfsfirði. Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks segir að jafnframt verði unnið á næstunni að því að sækja efni í námu í Ingólfsfirði og bera það í veginn.
Birna segir að endurbæturnar hafi gengið samkvæmt áætlun að frátöldum töfum vegna lokunar Minjastofnunar. Þá er áformað að setja nýja brú á Hvalá í sumar. Búið er að festa kaup á brú erlendis frá og er hún á leiðinni til landsins.