Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn nýt­ur áfram mests fylg­is stjórn­mála­flokka á Íslandi sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar MMR eða 25,4%. Vinstri­hreyf­ing­in – grænt fram­boð kem­ur næst með 23,5%. Stuðning­ur við rík­is­stjórn­ina mæl­ist 34,5%.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hlaut 29% fylgi í þing­kosn­ing­un­um í októ­ber og VG 15,9%. Rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir fengu sam­an­lagt 46,7% fylgi í kosn­ing­un­um.

Fylgi Pírata mæl­ist 13,7% en flokk­ur­inn hlaut 14,2% í þing­kosn­ing­un­um. Fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins er 11,4% sem er nán­ast það sama og þegar kosið var. Fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar mæl­ist 8,8% miðað við 5,7% í kosn­ing­un­um.

Þá mæl­ist Viðreisn með 5,5% fylgi en flokk­ur­inn hlaut 10,5% í kosn­ing­un­um í októ­ber. Fylgi Bjartr­ar framtíðar mæl­ist 5% miðað við 7,2% í kosn­ing­un­um.

DEILA