Sjálfstæðisflokkurinn nýtur áfram mests fylgis stjórnmálaflokka á Íslandi samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR eða 25,4%. Vinstrihreyfingin – grænt framboð kemur næst með 23,5%. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 34,5%.
Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 29% fylgi í þingkosningunum í október og VG 15,9%. Ríkisstjórnarflokkarnir fengu samanlagt 46,7% fylgi í kosningunum.
Fylgi Pírata mælist 13,7% en flokkurinn hlaut 14,2% í þingkosningunum. Fylgi Framsóknarflokksins er 11,4% sem er nánast það sama og þegar kosið var. Fylgi Samfylkingarinnar mælist 8,8% miðað við 5,7% í kosningunum.
Þá mælist Viðreisn með 5,5% fylgi en flokkurinn hlaut 10,5% í kosningunum í október. Fylgi Bjartrar framtíðar mælist 5% miðað við 7,2% í kosningunum.